Innlent

Mikilvæg fyrir blesgæsina

Hvanneyrarjörðin er mikilvægur viðkomustaður fyrir blesgæsir.
Hvanneyrarjörðin er mikilvægur viðkomustaður fyrir blesgæsir.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur undiritað friðlýsingu búsvæðis fyrir fugla í Andakíl í Borgarfirði og Hvanneyrarjörðina alla, sem nú er friðlýst svæði blesgæsar.

Friðlýsingin er sögð mikil­vægt skref í verndun og endurheimt votlendis með tilliti til fugla og bindingar gróðurhúsalofttegunda. Hvanneyri sé mikilvægasti viðkomustaður blesgæsar vor og haust á leið hennar til og frá varpstöðvum á Grænlandi. Landeigendur þrettán jarða í Andakíl og Borgarbyggð standa að friðlýsingunni. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×