Erlent

Kaldasti mánuður í Bretlandi undanfarin 100 ár

Desembermánuður var sá kaldasti í Bretlandi á síðustu 100 árum eða frá því að mælingar hófust. Þetta kemur fram í upplýsingum sem breska veðurstofan hefur sent frá sér.

Meðalhitinn á öllu Bretlandi í mánuðinum var eins stigs frost en meðalhitinn undanfarin 100 ár hefur verið rétt rúm fjögur stig í plús.

Þrátt fyrir frostið hefur desembermánuður verið óvenju sólríkur og þurr, að sögn veðurstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×