Erlent

Drottningin: Þetta er dásamlegur dagur

Dönsku konungshjónin eru himinlifandi yfir fæðingu tvíburanna sem krónprinsparið eignaðist í gær. Margrét Þórhildur drottning heimsótti tengadóttur sína Maríu og soninn Friðrik á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í gær.

„Þetta er dásamlegur dagur," sagði Margrét við fréttamenn.Þegar hún var spurð hverjum henni þætti börnin líkjast, sagði hún kankvís að þau líktust alla vega hvort öðru. Hinrik faðir Friðriks mætti líka á spítalann og sló á létta strengi. Hann sagðist stoltur og glaður yfir fæðingu tvíburanna, en Friðrik og maría skyldu ekki halda að hann ætlaði að passa þá þegar þau þyrftu að bregða sér af bæ.

Prófessor John Donaldsson faðir Maríu sagði dóttur sína leika á alls oddi eftir fæðinguna. Hann gæti ekki dæmt um hvort tvíburarnir líktust meira móður sinni eða föður, þau líktust helst Isabellu systur sinni sem er þriggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×