Erlent

Þoldi engar mótbárur

Óli Tynes skrifar
Roald Amundsen.
Roald Amundsen.

Norski landkönnuðurinn Roald Amundsen var maður ákveðinn, eins og leiðangrar hans gefa til kynna. Þau afrek sem hann vann hefðu ekki verið á færi neinnar geðluðru. Skapfestu hans er getið í dagbókum átta manna sem tóku þátt í leiðangri hans til Suðurpólsins árið 1911. Fram safnið í Noregi gefur út bækurnar, en safnið heitir eftir skipinu Fram sem Amundsen notaði í leiðangrinum.

Í dagbókarfærslu 19. nóvember árið 1910 segir Sverre Hassel frá því að Amundsen hafi lent í haðri deilu við annan leiðangrusmann, Olav Bjaaland. Amundsen reiddist svo að hann rak Bjaaland úr leiðangrinum. Hassel segir að þegar Bjaaland rann sjálfum reiðin hafi hann gengið á fund skipstjórans og beðið hann um að draga brottreksturinn til baka. Það gerði Amundsen en ítrekaði í leiðinni að hann þyldi engar mótbátur við ákvarðanir sínar.

Amundsen og félagar hans náðu Suðurpólnum 14. desember árið 1911.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×