Erlent

Sýrlenskir skriðdrekar draga sig í hlé

Assad forseti Sýrlands.
Assad forseti Sýrlands.
Sýrlenskir skriðdrekar fóru í gærkvöldi frá borginni Hama eftir vikulanga árásarhrinu á borgina sem er eitt af höfuðvígjum mótmælenda í landinu.

Bardagar hafa þó blossað upp í fleiri borgum Sýrlands en þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu um að Assad forseti landsins segi af sér fer nú vaxandi með hverjum deginum.

Talið er að her- og öryggissveitir forsetans hafi drepið rúmlega tvö þúsund manns frá því mótmæli gegn honum byrjuðu.

Búist er við því að Barack Obama Bandaríkjaforseti krefjist þess á næstu dögum að Assad forseti hverfi frá tafarlaust, en svo djúpt í árinni hefur hann ekki tekið áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×