Erlent

Rússneskt verksmiðjuskip losað eftir mánuð í hafís

Rússneskum ísbrjótum tókst loksins um helgina að losa verksmiðjuskipið Sodrusjestvo úr hafís í Sakhalin flóanum undan austurströnd Síberíu.

Um borð í verksmiðjuskipinu eru 368 manns en það hafði verið fast í ísnum í um mánuð meðan ísbrjótarnir brutu sér leið að því.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að Vladimir Putin forsætisráðherra Rússlands hafi sagt í upphafi árs að skipið myndi losna úr ísnum innan 24 klukkutíma. Ísinn reyndist hinsvegar mun þykkari og öflugri en talið var í fyrstu og því tók þetta langan tíma að losa verksmiðjuskipið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×