Erlent

Skutu niður njósnavélar

Óli Tynes skrifar
Ómönnuð njósnavél.
Ómönnuð njósnavél.

Yfirvöld í Íran segjast hafa skotið niður tvær ómannaðar njósnavélar á undanförnum dögum Þær hafi báðar verið vestrænar. Foringi hinna svokölluðu Byltingavarða fullyrti þetta í viðtali við Fars fréttastofuna. Hann sagði ekki hversu langt vélarnar hefðu farið inn í lofthelgi Írans.

Vitað er að bæði Bandaríkjamenn og Ísraelar fylgjast grannt með Íran og þá sérstaklega kjarnorkuverum og eldflaugaskotpöllum. Bæði löndin hafa gert áætlanir um stórfelldar loftárásir á Íran ef ekki tekst að fá þarlenda til þess að láta af kjarnorkubrölti sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×