Erlent

Reynt að hægja á offjölgun bíla

Kína, AP Kínversk stjórnvöld reyna nú að hægja á fjölgun bifreiða í höfuðborginni Peking með nýju skráningarkerfi, sem takmarkar nýjar skráningarplötur við 20 þúsund á mánuði.

Síðdegis í gær höfðu 53 þúsund manns sótt um skráningarplötur, og verður dregið úr umsóknum hinn 25. janúar.

Í hverjum mánuði verður síðan efnt til nýs happdrættis, þar sem 20 þúsund bílnúmer verða dregin út. Í ár verður því heimilt að skrá alls 240 þúsund nýja bíla í borginni, en það er einungis þriðjungur þess sem leyft var á síðasta ári.

Bifreiðum í höfuðborginni hefur fjölgað úr 2,6 milljónum árið 2005 upp í 4,7 milljónir nú.

Álagið á gatnakerfi borgarinnar hefur aukist mikið á síðustu árum og óttast stjórnvöld að í algert óefni stefni.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×