Erlent

Danskur hermaður fórst

Danskur hermaður fórst þegar vegasprengja sprakk í Afganistan.
Danskur hermaður fórst þegar vegasprengja sprakk í Afganistan.

Kaupmannahöfn, AP Danskur hermaður fórst eftir að vegasprengja sprakk í suðurhluta Afganistans í gær.

Hermaðurinn var í eftirlitsferð skammt frá bænum Gereshk í Helman-héraði þegar sprengjan sprakk. Hann var fluttur í þyrlu á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Þrjátíu og átta danskir hermann hafa farist í Afganistan síðan Danir gengu til liðs við alþjóðlegt herlið undir stjórn Bandaríkjamanna árið 2002. Rúmlega sjö hundruð danskir hermenn eru að störfum í Afganistan, flestir í Helmand-héraðinu. - fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×