Innlent

Fundur landskjörstjórnar hafinn

Mynd/Anton Brink
Mynd/Anton Brink
Fundur landskjörstjórnar hófst klukkan fimm í dag. Stjórnin ætlar að ráða ráðum sínum eftir tíðindi gærdagsins þegar að Hæstiréttur úrskurðaði að kosningin til stjórnlagaþings væri ógild.

Undirbúningur og framkvæmd kosningarinnar var í höndum landskjörstjórnar og er Ástráður Haraldsson formaður stjórnarinnar. Hann hefur ekki viljað tjá sig um niðurstöðu Hæstaréttar.

Með Ástráði í landskjörstjórn sitja Bryndís Hlöðversdóttir, Hervör Lilja Þorvaldsdóttir, Þórður Bogason og Þuríður Jónsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×