Erlent

Mótmælendur handteknir í Alsír - byltingin heldur áfram

Mótmæli eru hafin í Alsír. Byltingin í Mið-Austurlöndum ætlar að halda áfram.
Mótmæli eru hafin í Alsír. Byltingin í Mið-Austurlöndum ætlar að halda áfram.

Lögreglan í Alsír hefur tekið hart á mótmælendum, sem héldu út á götur höfuðborgarinnar í morgun, til að krefjast afsagnar Boutrika forseta. Þó nokkrir hafa verið handteknir.

Fréttamiðlar á borð við Reuters og Al Jazeera greina frá því að um tvöþúsund mótmælendur hafi náð að brjóta sér leið inn á 1.maí torgið í Algeirsborg, en lögreglan hafði umkringt torgið og reynt að koma í veg fyrir að mótmælendur safnist þar fyrir.

Lögreglan er sögð nokkuð harðskeytt. Margir hafa verið handteknir fyrir litlar sakir og yfirmenn hennar virðast staðráðnir í að koma í veg fyrir að mótmælin færist í vöxt.

Mótmælendur kalla slagorð, eins og út með Boutrika en það er maðurinn sem hefur verið forseti í Alsír frá árini 1999. Boutrika hefur reynt hvað hann getur til að róa almenning meðal annars með því að aflétta neyðarlögum sem sett voru árið 1992, og færðu yfirvöldum auknar heimildir til að brjóta andstæðinga ríkistjórnarinnar á bak aftur.

Fréttaskýrendur segja hins vegar að meira þurfi til ef koma eigi til móts við ungt fólk í landinu sem hefur hrifist af öldu umbóta sem gengið hefur um arabalönd undanfarnar vikur og hefur hrakið, Ben Ali forseta Túnis og Mubarak, forseta Egyptalands frá völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×