Erlent

Tíu fórust í vetrarveðrinu í Bandaríkjunum

Að minnsta kosti tíu manns hafa farist í einu versta vetrarveðri í manna minnum í miðhluta Bandaríkjanna.

Veðrið er nú að ganga niður en borgir á borð við Oklahoma og Chicago eru meir og minna í lamasessi vegna mikillar snjókomu og skafrennings sem fylgt hefur veðrinu.

Flugsamgöngur hafa nær alfarið legið niðri í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna undanfarna tvo daga og miklar truflanir hafa verið á vegasamgöngum.

Veðrið náði frá Texas og norður allt til Kanada. Í Texas er rafmagn nú skammtað þar sem 50 raforkuver hafa slegið út vegna veðursins.

Snjókoman í Chicago jafngilti nær 60 sentimetrum af jafnföllnum snjó sem er það mesta síðan árið 1967.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×