Innlent

Vísir, Facebook, Mbl og Google í sérflokki

Vísir er annar stærsti vefmiðillinn á Íslandi samkvæmt fjölmiðlakönnun MMR frá í janúar en 53,1 prósent netnotendur nota vefinn einu sinni eða oftar yfir daginn. Rétt rúmlega 80 prósent nota Vísi vikulega eða oftar.

Google og mbl.is eru hinsvegar þau vefsetur sem flestir Íslendingar nota í viku hverri - en 87,3% þeirra sem tóku afstöðu sögðust nota Google vikulega eða oftar og 86,5% sögðust nota mbl.is vikulega eða oftar. Aðeins ellefu prósent skilja að Vísi og Mbl þegar kemur að daglegri notkun, og munurinn er enn minni þegar vikuleg notkun er skoðuð, eða um 6 prósent.

Þá mældist fjöldi vikulegra notenda Facebook 76,3%, ja.is 67,5%, pressan.is 57,7% og YouTube 57,5%.

Mbl.is mældist það vefsvæði sem hefur flesta daglega notendur - en 64,5% sögðust nota vefinn að minnsta kosti daglega. Þá voru 60,6% sem sögðust nota Facebook daglega, 53 % sögðust nota Google daglega og 31,4% sögðust nota dv.is daglega.

890 einstaklingar tóku þátt í könnuninni sem var framkvæmd 11.-14 janúar. Hér má nálgast könnunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×