Innlent

Fjölþjóðlegt bókasafn með lifandi bókum

Á lifandi bókasafninu verða bækurnar ekki hefðbundnar heldur fá gestir að ræða við ungmenni frá alþjóðatorginu
Á lifandi bókasafninu verða bækurnar ekki hefðbundnar heldur fá gestir að ræða við ungmenni frá alþjóðatorginu
Alþjóðatorg ungmenna og Borgarbókasafn Reykjavíkur standa fyrir lifandi bókasafni á laugardag milli klukkan 14.30 og 16.30. Gestir geta fengið að láni lifandi og talandi bók og fræðst og skemmt sér um leið.

Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Borgarbókasafnið stendur fyrir lifandi bókasafni. Tilgangur og markmið þess er að skapa upplýsta umræðu.

Alþjóðatorg ungmenna er fjölmenningarlegur vettvangur ungs fólks á Íslandi. Alþjóðatorgið hefur það að markmiði að efla ungt fólk á aldrinum 16-25 ára frá öllum heimsins löndum. Í starfinu er lögð áhersla á að virkja ungt fólk til athafna og árangurs og efla félagsleg og fjömenningarleg tengsl þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×