Erlent

Fundu þúsund plánetur - auknar líkur á lífi utan Jarðar

Vísindamenn Bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA) hafa fundið yfir 1.000 plánetur utan okkar sólkerfis.

Stór hluti þeirra er meðalstórar og litlar plánetur, en talið er líklegra að líf þrífist á litlum plánetum en þeim risavöxnu plánetum sem fundist hafa hingað til.

Þessi mikli fjöldi bendir til þess að litlar plánetur séu fleiri en áður var talið, sem og sólkerfi með mörgum plánetum. Það þykir auka líkurnar á því að líf sé að finna utan jarðarinnar. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×