Innlent

Edduverðlaunin 2011 - Brim með flestar tilnefningar

Kvikmyndin Brim eftir Vesturport og Zik Zak kvikmyndir fær flestar tilnefningar ársins til Edduverðlaunanna. Myndin er meðal annars tilnefnd sem bíómynd ársins, Árni Ólafur Ásgeirsson sem leikstjóri ársins og hópurinn fyrir handrit ársins. Næst á eftir Brimi kemur kvikmyndin The Good Heart með ellefu tilnefningar.

Tilnefningarnar voru gerðar opinberar klukkan tvö í dag. Kvikmyndirnar Brim, Órói og The Good Heart eru tilnefndar sem bíómyndir ársins. Þessar þrjár myndir eru tilefndar til langflestra verðlauna í nær öllum flokkum. Til dæmis fær leikarinn Brian Cox tilefningu sem leikari ársins.

Þá fá báðir aðalleikarar í myndinni Órói - Hreindís Ylva garðarsdóttir og Atli Óskar Fjalarsson, tilnefningu sem leikarar ársins í aðalhlutverki.

Í flokki sjónvarpsefnis eru þættirnir Réttur 2, Hlemmavídeó og Mér er gamanmál tilnefndir sem leikið sjónvarpsefni ársins. Landinn, Sjálfstætt fólk og Skýrslan um bankahrunið er tilnefnt sem Frétta eða viðtalsþáttur ársins.

Og Gísli Einarsson, Sigmar Guðmundsson, Sverrir Þór Sverrisson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Þóra Arnórsdóttir berjast um titilinn Sjónvarpsmaður ársins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×