Innlent

Byssur og risastórir vísundar

Byssur refaskyttunnar Sigurðar Ásgeirssonar verða til sýnis um helgina.
Byssur refaskyttunnar Sigurðar Ásgeirssonar verða til sýnis um helgina.
„Þarna verður mikið af rifflum, skammbyssum og haglabyssum," segir veiðimaðurinn Páll Reynisson hjá Veiðisafninu á Stokkseyri.

Hin árlega byssusýning hans verður haldin á laugardag og sunnudag í samvinnu við verslunina Vesturröst. Meðal annars verða byssur refaskyttunnar sálugu Sigurðar Ásgeirssonar sýndar en gefin var út bók um kappann fyrir síðustu jól. Ein af haglabyssum Jóns Þorsteinssonar frá Ólafsfirði og Drífur Jóns Björnssonar frá Dalvík verða einnig sýndar ásamt herrifflum og ýmsu fleiru.

Tveir risastórir uppstoppaðir vísundar sem Páll veiddi í Minnesota í Bandaríkjunum árið 2008 hafa vakið mikla eftirtekt í Veiðisafninu. Hvor þeirra vegur um það bil eitt tonn, eins og Fréttablaðið hefur áður greint frá.

„Fólk trúir ekki stærðinni á þessu, þetta er svo hrikalega stórt. Það minnkaði allt um eitt og hálft númer í sal eitt og gíraffinn fékk bara sjokk," segir Páll og er ánægður með fjöldann sem hefur heimsótt Veiðisafnið.

„Það er búin að vera fín aðsókn hjá mér og það var langt yfir meðaltali í fyrra, þannig að ég get ekki kvartað." Þá komu um 7.300 manns í heimsókn, sem er reyndar minna en árið áður þegar yfir 9.000 manns litu við, sem er það mesta til þessa.- fb


Tengdar fréttir

Feta í fótspor Jimi Hendrix

Fjórir Skagamenn spila uppáhaldslög sín með Jimi Hendrix á tónleikum á Sódómu næsta fimmtudagskvöld. Þetta eru fyrstu stóru tónleikar drengjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×