Innlent

Forseti Hæstaréttar sitji í 5 ár

Allt bendir til að kjörtímabil forseta Hæstaréttar lengist úr tveimur árum í fimm.

Fyrir Alþingi liggur frumvarp innanríkisráðherra um tímabundna fjölgun dómara vegna mikils álags. Þar sem ekki er talið unnt að koma á millidómstigi lýsti Hæstiréttur sig í umsögn samþykkan fjölguninni. Lagði rétturinn til breytingar, meðal annars þá að forseti sitji í fimm ár. Á það féllst allsherjarnefnd sem hefur nú málið aftur til meðferðar eftir aðra umræðu.- bþs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×