Innlent

Vaka hafði betur í HÍ

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Úrslit í stúdentaráðskosningunum voru kunngjörð í kvöld.
Úrslit í stúdentaráðskosningunum voru kunngjörð í kvöld.
Vaka sigraði í kosningum til stúdentaráðs Háskóla Íslands, en atkvæði voru talin nú í kvöld. Vaka hlaut 1942 atkvæði og fimm menn kjörna, en Röskva fékk 1478 atkvæði og þrjá menn kjörna. Skrökva fékk 590 atkvæði og einn mann kjörinn en nýtt framboð, Hægri menn, fékk 266 atkvæði sem dugði þeim ekki til að ná inn manni.

Alls voru 14549 á kjörskrá og af þeim kusu 4520. Auðir og ógildir seðlar voru 244.

Vaka fékk 1835 atkvæði í kjöri til háskólaþings og Röskva 1625 sem þýðir að báðir aðilar fá fimm menn kjörna.

Blaðamaður Vísis, sem staddur er á kosningavöku Vöku, segir gríðarlegan fögnuð hafa brotist út þegar kosningaúrslit voru kunngjörð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×