Erlent

Skylmingaþrælar handteknir í Róm

Óli Tynes skrifar
Hundraðshöfðingi tekinn hálstaki.
Hundraðshöfðingi tekinn hálstaki.
Ítalskir lögreglumenn lentu í blóðugum bardaga við skylmingaþræla við hringleikahúsið í Róm í gær. Við hringleikahúsið og önnur forn mannvirki í Róm hafa löngum verið menn klæddir sem skylmingaþrælar sem ferðamenn geta látið mynda sig með fyrir þóknun. Lögreglunni höfðu borist kvartanir um að glæpagengi væri að yfirtaka þessa þjónustu með ofbeldi.

 

Því klæddu nokkrir lögreglumenn sig upp sem skylmingaþræla og mættu við leikvanginn. Og mikið rétt, skylmingaþrælar glæpagengisins veittust að þeim og vildu reka á brott. Löggurnar voru ekki alveg á því og upphófst mikill bardagi. Hann stóð þó ekki lengi því löggurnar fengu fljótt liðsauka og voru tuttugu menn handteknir. Margir voru sárir en enginn alvarlega eftir bardagann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×