Erlent

Strætóbílstjórar í verkfalli í Danmörku

Almenningssamgöngur liggja víða niðri í Danmörku í dag vegna verkfalls strætóbílstjóra í landinu. Í Kaupmannahöfn og á Sjálandi keyra engir strætisvagnar í dag og hið sama gildir í nokkrum borgum á Jótlandi.

Verkfallið kemur í kjölfar þess að ekki náðust nýjir kjarasamningar við Movia, félagið sem stendur að rekstri strætisvagnanna.

Talsmaður Movia segir að félagið muni borga ferðatryggingu sem gildir ef einhver þarf að bíða lengur en 20 mínútur eftir strætó. Þá á viðkomandi rétt á að taka leigubíl fyrir allt að 300 dönskum krónum.

Þessi ferðatrygging gildir ekki þegar um verkfall er að ræða og segir talsmaðurinn óvíst að Movia haldi áfram að borga þessa tryggingu ef verkfallið dregst á langinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×