Atkvæðagreiðsla um Icesave - bein útsending á Vísi Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. febrúar 2011 13:09 Tæplega þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til forsetans um að synja nýjum Icesave-lögum staðfestingar. Búist er við að Alþingi afgreiði í dag sem lög frumvarp vegna nýrra Icesave-samninga. Bein útsending verður frá atkvæðagreiðslunni hér á Vísi. Hægt verður að sjá hana með því að smella hér. Þriðja umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar vegna nýrra Icesave-samninga hófst í gær á Alþingi. Þingfundur hefst að nýju klukkan fjögur í dag en búist er við að Alþingi afgreiði frumvarpið sem lög í dag með nokkrum meirihluta en auk flestra stjórnarþingmanna styður meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins samningana, en stjórnarandstaðan átti sinn fulltrúa í nýju samninganefndinni og þá lögðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar áherslu á að Lee Bucheitt veitti nefndinni forystu sem varð á endanum niðurstaðan. Ljóst er að enn er mikil andstaða við málið meðal almennings þrátt fyrir fullyrðingar þess efnis að hinir nýju samningar séu umtalsvert betri en þeir eldri. Laust fyrir hádegi höfðu tæplega þrjátíu þúsund manns skráð sig á undirskriftalista á vefsíðunni kjósum.is til að hvetja forseta Íslands til að synja frumvarpi vegna samninganna staðfestingar verði það að lögum. Þetta er svipaður fjöldi og skráði sig á lista gegn fjölmiðlalögunum sumarið 2004, en þá synjaði forsetinn lögunum staðfestingar eftir að um þrjátíu þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun þess efnis. Rúmlega fimmtíu þúsund manns skráðu sig á síðasta ári á undirskriftalista InDefence hópsins gegn síðustu Icesave-samningum en forsetinn varð þá við áskoruninni og beitti synjunarvaldi samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar í annað skipti í sinni embættistíð. Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Tæplega þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til forsetans um að synja nýjum Icesave-lögum staðfestingar. Búist er við að Alþingi afgreiði í dag sem lög frumvarp vegna nýrra Icesave-samninga. Bein útsending verður frá atkvæðagreiðslunni hér á Vísi. Hægt verður að sjá hana með því að smella hér. Þriðja umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar vegna nýrra Icesave-samninga hófst í gær á Alþingi. Þingfundur hefst að nýju klukkan fjögur í dag en búist er við að Alþingi afgreiði frumvarpið sem lög í dag með nokkrum meirihluta en auk flestra stjórnarþingmanna styður meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins samningana, en stjórnarandstaðan átti sinn fulltrúa í nýju samninganefndinni og þá lögðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar áherslu á að Lee Bucheitt veitti nefndinni forystu sem varð á endanum niðurstaðan. Ljóst er að enn er mikil andstaða við málið meðal almennings þrátt fyrir fullyrðingar þess efnis að hinir nýju samningar séu umtalsvert betri en þeir eldri. Laust fyrir hádegi höfðu tæplega þrjátíu þúsund manns skráð sig á undirskriftalista á vefsíðunni kjósum.is til að hvetja forseta Íslands til að synja frumvarpi vegna samninganna staðfestingar verði það að lögum. Þetta er svipaður fjöldi og skráði sig á lista gegn fjölmiðlalögunum sumarið 2004, en þá synjaði forsetinn lögunum staðfestingar eftir að um þrjátíu þúsund manns höfðu skrifað undir áskorun þess efnis. Rúmlega fimmtíu þúsund manns skráðu sig á síðasta ári á undirskriftalista InDefence hópsins gegn síðustu Icesave-samningum en forsetinn varð þá við áskoruninni og beitti synjunarvaldi samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar í annað skipti í sinni embættistíð.
Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira