Níumenningar - „Málatilbúnaðurinn byggður á lofti" SB skrifar 20. janúar 2011 14:15 Beðið fyrir utan réttarsal. „Þetta voru bara mótmæli sem fóru úr böndunum," segir Tryggvi Agnarsson, verjandi tveggja af níumenningunum. Hann segir það fjarstæðu að saka níumenningana um árás á Alþingi. Málatilbúnaðurinn sé byggður á lofti. „Þetta eru engar smáræðis ásakanir. Maður spyr bara eins og þurs - á hverju er þetta byggt?" spurði Tryggvi Agnarsson, lögmaður þeirra Kolbeins Aðalsteinsson og Jóns Benedikts Hólms, í ræðu sinni nú í dag. Tryggvi sagði ljóst að ákæran væri byggð á einhverju allt öðru heldur en rannsókn lögreglunnar en lögregluskýrslur sýndu svart á hvítu að hin meinta atlaga hafi ekki verið litin alvarlegum augum. „Það er augljóst að lögreglan sem rannsakaði málið hafði allt aðrar hugmyndir um eðli þess," sagði Tryggvi. „Það virðist ekki hafa verið rannsakað sem alvarlegt mál að neinu leiti." Tryggvi benti á greinagerð um rannsókn málsins þar sem standi um umbjóðanda hans Kolbein: „Hann virðist ekkert gera af sér nema að koma gangandi inn, hann er handtekinn og viðurkennir aðild sína að málinu." Um Jón Benedikt standi: „Hann segist ekki tilheyra neinum hóp. Hann hafi viljað fara á þingpallana til að hlusta á lygarana til að halda áfram að ljúga. Hann var ekki handtekinn en var auðþekkjanlegur á myndum enda hávaxinn með krullur."" Tryggvi sagði þetta hafa verið upplýsingarnar frá lögreglunni en ákæruvaldið hafi síðan ákveðið að kæra skjólstæðinga hans fyrir „brot gegn Alþingi, valdstjórninni, almannareglu og húsbrot. Þeir hafi ráðist að þingvörðum og lögreglu með ofbeldi, hótunum um ofbeldi og ofríki og rofið friðhelgi Alþingis, starfsfrið og stefnt öryggi þess í hættu." Tryggvi benti jafnframt á hið umdeilda myndband sem sýni umbjóðendur hans koma kurteisislega inn í þingið þar sem þeir gengu að tröppunum upp að þingpöllunum. „Þetta mál er allt annars eðlis en vopnuð árás á Alþingi. Ég held það sé samdóma álit lögfræðinga í þessum fræðum að það eigi ekki að gefa út ákæru nema það sé líklegt að það sé sakfellt. Er líklegt að umbjóðendur mínir verði sakfelldir sem labba inn prúðir og kurteisir. Það þarf að beita þessu úrræði af varfærni, það er ekkert grín að fá á sig svona ákæru." Tryggvi sagði jafnframt: „Ég held að flestum Íslendingum með hjartað á réttum stað finnist það ekki gott. Ég tel að í þessu máli sé of langt gengið og ekki byggt á neinu nema lofti. Umbjóðendur mínir eru ákærðir fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki. Ég tel í þessu máli sé ekkert sem réttlæti sakfellingu." Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
„Þetta voru bara mótmæli sem fóru úr böndunum," segir Tryggvi Agnarsson, verjandi tveggja af níumenningunum. Hann segir það fjarstæðu að saka níumenningana um árás á Alþingi. Málatilbúnaðurinn sé byggður á lofti. „Þetta eru engar smáræðis ásakanir. Maður spyr bara eins og þurs - á hverju er þetta byggt?" spurði Tryggvi Agnarsson, lögmaður þeirra Kolbeins Aðalsteinsson og Jóns Benedikts Hólms, í ræðu sinni nú í dag. Tryggvi sagði ljóst að ákæran væri byggð á einhverju allt öðru heldur en rannsókn lögreglunnar en lögregluskýrslur sýndu svart á hvítu að hin meinta atlaga hafi ekki verið litin alvarlegum augum. „Það er augljóst að lögreglan sem rannsakaði málið hafði allt aðrar hugmyndir um eðli þess," sagði Tryggvi. „Það virðist ekki hafa verið rannsakað sem alvarlegt mál að neinu leiti." Tryggvi benti á greinagerð um rannsókn málsins þar sem standi um umbjóðanda hans Kolbein: „Hann virðist ekkert gera af sér nema að koma gangandi inn, hann er handtekinn og viðurkennir aðild sína að málinu." Um Jón Benedikt standi: „Hann segist ekki tilheyra neinum hóp. Hann hafi viljað fara á þingpallana til að hlusta á lygarana til að halda áfram að ljúga. Hann var ekki handtekinn en var auðþekkjanlegur á myndum enda hávaxinn með krullur."" Tryggvi sagði þetta hafa verið upplýsingarnar frá lögreglunni en ákæruvaldið hafi síðan ákveðið að kæra skjólstæðinga hans fyrir „brot gegn Alþingi, valdstjórninni, almannareglu og húsbrot. Þeir hafi ráðist að þingvörðum og lögreglu með ofbeldi, hótunum um ofbeldi og ofríki og rofið friðhelgi Alþingis, starfsfrið og stefnt öryggi þess í hættu." Tryggvi benti jafnframt á hið umdeilda myndband sem sýni umbjóðendur hans koma kurteisislega inn í þingið þar sem þeir gengu að tröppunum upp að þingpöllunum. „Þetta mál er allt annars eðlis en vopnuð árás á Alþingi. Ég held það sé samdóma álit lögfræðinga í þessum fræðum að það eigi ekki að gefa út ákæru nema það sé líklegt að það sé sakfellt. Er líklegt að umbjóðendur mínir verði sakfelldir sem labba inn prúðir og kurteisir. Það þarf að beita þessu úrræði af varfærni, það er ekkert grín að fá á sig svona ákæru." Tryggvi sagði jafnframt: „Ég held að flestum Íslendingum með hjartað á réttum stað finnist það ekki gott. Ég tel að í þessu máli sé of langt gengið og ekki byggt á neinu nema lofti. Umbjóðendur mínir eru ákærðir fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki. Ég tel í þessu máli sé ekkert sem réttlæti sakfellingu."
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira