Erlent

Ætti að forðast skærlituð föt

Hákarlar hafa ekki mikla þörf fyrir augu sem greina liti segja ástralskir vísindamenn.Nordicphotos/AFP
Hákarlar hafa ekki mikla þörf fyrir augu sem greina liti segja ástralskir vísindamenn.Nordicphotos/AFP
Hákarlar virðast vera litblindir samkvæmt rannsókn ástralskra vísindamanna. Þeir vonast til þess að upplýsingarnar nýtist til að verjast árásum hákarla á sundfólk og til að forða hákörlum frá því að festast í netum.

Hákarlarnir skynja birtu en ekki liti, og þess vegna sjá þeir betur það sem er í skærum litum. „Kannski væri best að forðast flúorgular sundbuxur þegar fólk fær sér sundsprett," segir Dr. Nathan Scott Hart, forsvarsmaður rannsóknarinnar. - bj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×