Erlent

Snjókoma og skafrenningur veldur vanda í Danmörku

Danir eru aftur í vandræðum vegna snjókomu og skafrennings víða í landinu nú í morgunsárið.

Samgöngur hafa víða farið úr skorðum og tafir eru á almenningssamgöngum, einkum á höfuðborgarsvæðinu.

Snjóað hefur í alla nótt og var snjólagið 5 til 10 sentimetra þykkt þegar Danir vöknuðu í morgun. Ekki hafa borist fregnir af neinum meiriháttar vandamálum vegna veðursins.

Ljósi punkturinn er að veðurfræðingar reikna með að snjókomuna taki fljótt af og að það fari að hlýna á ný strax eftir hádegið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×