Innlent

Verkfall úrskurðað ólögmætt

Dómur úrskurðaði verkfallið ólögmætt í dag.
Dómur úrskurðaði verkfallið ólögmætt í dag.

Félagsdómur úrskurðaði boðað verkfall starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum, sem átti að hefjast 7. febrúar, ólögmætt í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stundu. Dómur var fjölskipaður en einn dómari skilaði séráliti.

Það voru samtök atvinnulífsins sem kærðu verkfallsboðun verkalýðsfélaganna Afls á Austurlandi og Drífanda í Vestmannaeyjum á þeim forsendum að samningur við félögin sé ekki sjálfstæður kjarasamningur sem fylgi verkfallsheimild heldur sé hann hluti af aðalkjarasamningi við viðkomandi félög.

SA segir að stéttarfélögin sem boða til verkfallsins hafi sett fram kröfur um launahækkanir upp á tugi prósenta og að verkfall hefði verulegt tjón í för með sér fyrir samfélagið í heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×