Erlent

Dauðum fuglum rignir aftur í Bandaríkjunum

Óli Tynes skrifar
Fuglshræin í Pennsylvaníu.
Fuglshræin í Pennsylvaníu.

Yfir fimmhundruð dauðir svartþrestir fundust liggjandi á þjóðvegi í Lousiana í Bandaríkjunum í gær. Hræ þeirra náðu yfir um eins kílómetra kafla af veginum. Aðeins eru þrír dagar liðnir frá því mörgþúsund dauðir svartþrestir hrundu af himnum í Arkinsas.

Engin endanleg skýring hefur fundist á því tilviki. Talið er mögulegt að fuglarnir hafi drepist úr hræðslu vegna flugelda, eða þeir hafi orðið fyrir eldingum eða hálofta-hagléli. Fuglarnir í Louisiana verða krufnir til þess að finna dánarorsök, en nokkrar vikur geta liðið áður en niðurstöður liggja fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×