Erlent

Smituðust af hermannaveiki eftir dvöl á Playboy-setrinu

Playboy-setrið. Sennilega hafa menn smitast af flestum öðrum sjúkdómum en Hermannaveikinni á þessum stað.
Playboy-setrið. Sennilega hafa menn smitast af flestum öðrum sjúkdómum en Hermannaveikinni á þessum stað.

Áttatíu manns eru með hermannaveikina eftir að hafa skemmt sér á Playboy-býlinu heimsfræga. Heilbrigðisyfirvöld rannsaka málið en talsmenn Playboy neita ásökununum samkvæmt The New York Post.

Gestirnir höfðu verið á ráðstefnu í húsinu byrjun febrúar, en eðli hennar er ekki útlistað frekar í fréttinni. Stuttu eftir ráðstefnuuna greindust fjórir Svíar, sem höfðu dvalið á býlinu, með hermannaveikina. Bakteríurnar þrífast best í vatni á bilinu 35 til 40°C eða vatnsgufu á álíka bili. Sumir gestir hafa forláta reykvél, sem notast var við á kvöldin á ráðstefnunni, grunaða um að hafa smitað þau af bakteríunni.

Aðrir hafa alræmda sundlaug setursins grunaða um að vera smitvaldur.

Veikinni var fyrst lýst í Philadelphiu í júlí 1976 vegna smita á ársfundi American Legion, sem eru samtök fyrrverandi hermanna, en þaðan kemur nafnið. Orsök útbreiðslunnar var bakteríusmit í loftræstikerfi hótelsins þar sem ársfundurinn var haldinn. Alls smituðust um 221 og létust 34, bæði vegfarendur í nágrenni hótelsins sem og fundargestir.

Hermannaveiki hefur einnig nokkrum sinnum blossað upp á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×