Erlent

Hundrað mafíósar handteknir í New York

Bandaríska alríkislögreglan handtók í morgun hundrað manns sem allir eru grunaðir um að tengjast skipulagðri glæpastarfsemi í New York borg. Mennirnir voru handteknir í New York, New Jersey og á Nýja Englandi og eru mennirnir sakaðir um morð, fjárkúgun og eiturlyfjasölu.

Aðgerðin er sögð mesta atlagan að skipulagðri glæpastarfssemi í sögu borgarinnar og eru hátt settir menn úr helstu mafíufjölskyldum borgarinnar á meðal hinna handteknu. Þar er um að ræða menn úr Gambino, Genovesi, Lucchese, Bonanno og Colombo fjölskyldunum. Árið 2008 fóru yfirvöld í svipaðar aðgerðir þegar 80 mafíósar voru handsamaðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×