Erlent

Að minnsta kosti 77 fórust í flugslysi

Vélin virðist hafa brotnað í tvennt.
Vélin virðist hafa brotnað í tvennt. MYND/AP

Að minnsta kosti sjötíu og sjö fórust þegar farþegaflugvél með rúmlega hundrað manns hrapaði í norðvesturhluta Írans í gær. Vélin var af gerðinni Boeing 727 og var að koma frá höfuðborginni Teheran þegar hún hrapaði.

Fyrstu fregnir benda til þess að þrjátíu og þrír hafi lifað slysið af en fréttir eru enn óljósar og hefur snjókoma og slæmt skyggni hamlað björgunarstörfum. Íranski flugflotinn er kominn verulega til ára sinna og eru flugslys þar fremur tíð. Í júlí 2009 fórust 168 í flugslysi í landinu og árið 2003 létust 276 hermenn þegar flutningavél fórst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×