Erlent

Banna sölu á afurðum frá 4.700 svínabúum

Þýska landbúnaðarráðuneytið hefur bannað sölu á afurðum frá yfir 4700 búum vítt og breitt um landið vegna díoxínmengunar í fóðri. Flest þessara búa eru svínabú sem staðsett eru í Neðra Saxlandi.

Í tilkynningu sem send var í gærkvöldi segir að bannið gildi þar til búið sé að rannsaka búin og ganga úr skugga um að þar sé ekk mengun að finna.

Talið er að um 3000 tonn af menguðu fóðri hafi komist í umferð í nóvember og desember, þar af fóru um 2500 tonn til búa í Neðra Saxlandi. Fram kemur að mengunin sé ekki hættuleg mönnum og að bannið sé varúðarráðstöfun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×