Íslenskri hönnun stolið 10. febrúar 2011 21:00 Friðgerður segir erfitt að sporna við stuldi á hönnun. Á tölvuskjánum sjást Ashton Kutcher og Demi Moore fyrir framan umræddan vegg í Sao Paulo. Mynd/GVA Tískuvikunni í Sao Paulo í Brasilíu lauk nú fyrir nokkrum dögum. Þar mátti sjá bregða fyrir íslenskri hönnun sem höfundurinn kannast þó ekki við að hafa selt til Brasilíu. „Þeir eru nákvæmlega eins að öllu leyti en ég er nokkuð viss um að þetta er ekki mín útgáfa. Þessir virðast stærri en í sömu hlutföllum," segir Friðgerður Guðmundsdóttir vöruhönnuður. Súpermódel og Hollywood-stjörnur voru ljósmyndaðar á tískuvikunni í Sao Paulo á dögunum fyrir framan hvítan vegg úr pappa. Sláandi líkindi eru með veggnum og pappaveggnum Stuðlum, lokaverkefni Friðgerðar við LHÍ árið 2008. Stuðlar Friðgerðar eru framleiddir af Prentsmiðjunni Odda. Gisele Bündchen spókar sig fyrir framan Stuðlana í Sao Paulo. Mynd/Getty Verslunin Epal í Skeifunni annast smásölu á Stuðlum og seldi meðal annars breska viðburðafyrirtækinu Timebased Stuðla. Þar kannast fólk þó ekki við að hafa sent Stuðla til Brasilíu. "Við komum ekki nálægt tískuvikunni í Sao Paulo," segir Rachel Hudson, viðburðastjóri Timebased. Hún segir fyrirtækið einungis hafa notað Stuðla á viðburði í London, Schuh AW09 press day og ASOS SS10 press day. "Þar komu þeir mjög vel út," segir hún. Hönnun Friðgerðar gæti því hafa verið stolið en ekki náðist í aðstandendur tískuvikunnar í Sao Paulo í gær. Stuðlar Friðgerðar. Mynd/Spessi Stuðlar hafa verið sýndir víða, meðal annars í Danmörku og á heimssýningunni í Singapore í vetur. Eins hefur Friðgerður fengið umfjöllun í tímaritum og Stuðlar voru meðal annars valdir sem eitt af þremur bestu nemendaverkefnunum á Norðurlöndunum árið 2008 af Sænska hönnunartímaritinu Forum Aid. Aðspurð segir Friðgerður erfitt að sporna við stuldi á hönnun. Dýrt sé að verða sér úti um einkaleyfi eða hönnunarvernd á vöru og enn dýrara að lögsækja þann sem stelur. Hún tekur fréttunum létt. "Kannski er bara heiður að einhverjum finnst hönnunin nógu góð til að stela henni," segir hún hlæjandi. "Auðvitað hefði samt verið skemmtilegra ef þeir hefðu keypt af okkur." heida@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira
Tískuvikunni í Sao Paulo í Brasilíu lauk nú fyrir nokkrum dögum. Þar mátti sjá bregða fyrir íslenskri hönnun sem höfundurinn kannast þó ekki við að hafa selt til Brasilíu. „Þeir eru nákvæmlega eins að öllu leyti en ég er nokkuð viss um að þetta er ekki mín útgáfa. Þessir virðast stærri en í sömu hlutföllum," segir Friðgerður Guðmundsdóttir vöruhönnuður. Súpermódel og Hollywood-stjörnur voru ljósmyndaðar á tískuvikunni í Sao Paulo á dögunum fyrir framan hvítan vegg úr pappa. Sláandi líkindi eru með veggnum og pappaveggnum Stuðlum, lokaverkefni Friðgerðar við LHÍ árið 2008. Stuðlar Friðgerðar eru framleiddir af Prentsmiðjunni Odda. Gisele Bündchen spókar sig fyrir framan Stuðlana í Sao Paulo. Mynd/Getty Verslunin Epal í Skeifunni annast smásölu á Stuðlum og seldi meðal annars breska viðburðafyrirtækinu Timebased Stuðla. Þar kannast fólk þó ekki við að hafa sent Stuðla til Brasilíu. "Við komum ekki nálægt tískuvikunni í Sao Paulo," segir Rachel Hudson, viðburðastjóri Timebased. Hún segir fyrirtækið einungis hafa notað Stuðla á viðburði í London, Schuh AW09 press day og ASOS SS10 press day. "Þar komu þeir mjög vel út," segir hún. Hönnun Friðgerðar gæti því hafa verið stolið en ekki náðist í aðstandendur tískuvikunnar í Sao Paulo í gær. Stuðlar Friðgerðar. Mynd/Spessi Stuðlar hafa verið sýndir víða, meðal annars í Danmörku og á heimssýningunni í Singapore í vetur. Eins hefur Friðgerður fengið umfjöllun í tímaritum og Stuðlar voru meðal annars valdir sem eitt af þremur bestu nemendaverkefnunum á Norðurlöndunum árið 2008 af Sænska hönnunartímaritinu Forum Aid. Aðspurð segir Friðgerður erfitt að sporna við stuldi á hönnun. Dýrt sé að verða sér úti um einkaleyfi eða hönnunarvernd á vöru og enn dýrara að lögsækja þann sem stelur. Hún tekur fréttunum létt. "Kannski er bara heiður að einhverjum finnst hönnunin nógu góð til að stela henni," segir hún hlæjandi. "Auðvitað hefði samt verið skemmtilegra ef þeir hefðu keypt af okkur." heida@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Sjá meira