Innlent

Selfyssingar varaðir við dæmdum kynferðisbrotamanni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bréfinu var dreift á Selfossi.
Bréfinu var dreift á Selfossi.
Íbúar í hluta Hólahverfis á Selfossi fengu nafnlaust dreifibréf inn um bréfalúguna hjá sér síðdegis í gær þar sem bent er á að dæmdur kynferðisafbrotamaður búi í hverfinu.

Eftir því sem fram kemur á fréttavefnum Sunnlenska er yfirskrift bréfsins „Pervert í hverfinu". Þar er birt nafn mannsins, heimilisfang og stór mynd af honum auk vefslóðar á dóm Hæstaréttar.

Hæstiréttur dæmdi manninn á dögunum í tólf mánaða fangelsi fyrir að tæla 17 ára gamla stúlku og misnota hana kynferðislega árið 2009. Hann hafði áður verið sakfelldur í héraðsdómi.

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, hafði ekki heyrt af bréfinu þegar Vísir bar frétt Sunnlenska undir hann. Hann útilokaði hins vegar ekki að með bréfinu væri verið að brjóta ákvæði í almennum hegningarlögum um friðhelgi einkalífsins. Sunnlenska hefur eftir Svani Kristinssyni, lögregluvarðstjóra á Selfossi, að lögreglu hafi borist tilkynning um bréfið og málið sé til skoðunar hjá rannsóknardeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×