Erlent

Komu til þess að ræna gamalmenni

Óli Tynes skrifar

Fjórir Rúmenar eru fyrir rétti í Noregi sakaðir um að hafa komið gagngert til landsins til þess að ræna gamalt fólk. Þeir beittu oft hrottalegu ofbeldi við ránin. Ræningjarnir eru á aldrinum 24-30 ára en fimm fórnarlömb þeirra voru á aldrinum 78-92 ára.

Aðferðin var alltaf sú sama; ræningjarnir bönkuðu upp og báðu um að fá að fylla á vatnsflösku. Svo réðust þeir á gamalmennin og börðu, og létu greipar sópa. Mennirnir eiga yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. Eftir dómsuppkvaðningu verða þeir sendir aftur til Rúmeníu til þess að afplána dómana þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×