Erlent

ETA lýsa yfir endanlegu vopnahléi á Spáni

Óli Tynes skrifar
Liðsmenn ETA lýsa yfir vopnahléi.
Liðsmenn ETA lýsa yfir vopnahléi.

Aðskilnaðarsamtök Baska á Spáni, ETA, hafa lýst yfir endanlegu vopnahléi í baráttu sinni fyrir sjálfstæðu ríki Baska. Myndband með yfirlýsingu þar um hefur verið sent fjölmiðlum. Barátta ETA hefur kostað yfir 800 mannslíf síðan 1968.

Í myndbandinu var ekkert minnst á að samtökin skili inn vopnum sínum en það er grundvallarskilyrði ríkisstjórnarinnar fyrir að hefja friðarviðræður. Fjölmargir leiðtogar ETA hafa verið handteknir undanfarin misseri og stjórnvöld segja að samtökin séu orðin svo veik að þau eigi ekki ennan kost en að hætta vopnaðri baráttu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×