Erlent

Facebook floppar í Japan

Hver er þessi Zuckerberg?, spyrja Japanar.
Hver er þessi Zuckerberg?, spyrja Japanar.

Þrátt fyrir að Mark Zuckerberg, hinn 26 ára gamli stofnandi Facebook samskiptasíðunnar sé maður ársins hjá Time, og þrátt fyrir að bróðurpartur tæknivæddra jarðarbúa sé með Facebook-síðu, eru Japanir ekki að kaupa hugmyndina að Facebook.

Japan er með tæknivæddustu ríkja heims og hefðu flestir haldið að æði á borð við Facebook næði ströndum þar. Svo er þó aldeilis ekki og þar í landi nota aðeins um tvær milljónir manna Facebook, sem á heimsvísu telur 583 milljónir meðlima. Samskiptasíður á borð við Facebook eru þó gríðarlega vinsælar í Japan og þar eru Mixi, Gree og Mobage-town vinsælastar.

Eitt eiga þessar þrjár síður sameiginlegt sem skilur þær frá Facebook, sem er að notendur þurfa ekki að koma fram undir sínu raunverulega nafni. Japanir eru nefnilega gríðarlega varir um sig í Netheimum og notast flestir bloggarar við dulnefni.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×