Aston Villa jafnaði gegn Chelsea í uppbótartíma Elvar Geir Magnússon skrifar 2. janúar 2011 15:35 Það var mikil dramatík á lokamínútunum í viðureign Chelsea og Aston Villa í dag. Leikurinn endaði með jafntefli 3-3 þar sem Ciaran Clark jafnaði fyrir Villa í uppbótartíma en skömmu áður hélt John Terry að hann hafi verið að skora sigurmarkið í leiknum. Eftir þessi úrslit er Chelsea áfram í fimmta sætinu, nú með 35 stig. Aston Villa er í fimmtánda sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Aston Villa byrjaði leikinn betur en fékk kalda vatnsgusu þegar dómarinn Lee Mason dæmdi Chelsea vítaspyrnu. Hann taldi að James Collins hefði brotið á Florent Malouda en dómurinn var verulega strangur og skiljanlega mótmæltu leikmenn Villa harðlega. En það þýðir víst ekki að deila við dómarann og Frank Lampard skoraði úr vítinu. Mason var mikið í sviðsljósinu og veifaði gulum spjöldum villt og galið í fyrri hálfleiknum. Hann dæmdi svo aðra vítaspyrnu á 41. mínútu en að þessu sinni voru það gestirnir sem fengu hana. Paulo Ferreira gerði slæm mistök og á endanum braut Michael Essien af sér og réttilega var dæmt víti. Ashley Young tók vítið og skoraði af öryggi. Á 47. mínútu tók Villa svo forystuna þegar Emile Heskey skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Stewart Downing. Við þetta mark setti Chelsea í næsta gír og sótti stíft á meðan Villa var með alla sína menn á sínum vallarhelmingi. Pressa Chelsea skilaði jöfnunarmarki á 84. mínútu þegar boltinn barst á Didier Drogba í teignum og hann skoraði úr nokkuð þröngu færi. Á 89. mínútu tókst Chelsea svo að komast yfir þegar varnarmaðurinn John Terry skoraði. Heimamenn héldu að Terry væri að tryggja þeim stigin þrjú og brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á Stamford Bridge. Leikmenn Chelsea hópuðust í kringum knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti. En fögnuðurinn stóð ekki lengi yfir. Þeir bláklæddu voru greinilega búnir að missa einbeitinguna og hinn ungi Ciaran Clark, 21. árs, var einn og óvaldaður í teignum í uppbótartíma og skoraði eftir sendingu frá Marc Albrighton. Bæði lið hefðu svo getað skorað sigurmark á þeim sekúndum sem eftir voru en ekki tókst það og úrslitin jafntefli 3-3. Enski boltinn Skroll-Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Sjá meira
Það var mikil dramatík á lokamínútunum í viðureign Chelsea og Aston Villa í dag. Leikurinn endaði með jafntefli 3-3 þar sem Ciaran Clark jafnaði fyrir Villa í uppbótartíma en skömmu áður hélt John Terry að hann hafi verið að skora sigurmarkið í leiknum. Eftir þessi úrslit er Chelsea áfram í fimmta sætinu, nú með 35 stig. Aston Villa er í fimmtánda sæti, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Aston Villa byrjaði leikinn betur en fékk kalda vatnsgusu þegar dómarinn Lee Mason dæmdi Chelsea vítaspyrnu. Hann taldi að James Collins hefði brotið á Florent Malouda en dómurinn var verulega strangur og skiljanlega mótmæltu leikmenn Villa harðlega. En það þýðir víst ekki að deila við dómarann og Frank Lampard skoraði úr vítinu. Mason var mikið í sviðsljósinu og veifaði gulum spjöldum villt og galið í fyrri hálfleiknum. Hann dæmdi svo aðra vítaspyrnu á 41. mínútu en að þessu sinni voru það gestirnir sem fengu hana. Paulo Ferreira gerði slæm mistök og á endanum braut Michael Essien af sér og réttilega var dæmt víti. Ashley Young tók vítið og skoraði af öryggi. Á 47. mínútu tók Villa svo forystuna þegar Emile Heskey skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Stewart Downing. Við þetta mark setti Chelsea í næsta gír og sótti stíft á meðan Villa var með alla sína menn á sínum vallarhelmingi. Pressa Chelsea skilaði jöfnunarmarki á 84. mínútu þegar boltinn barst á Didier Drogba í teignum og hann skoraði úr nokkuð þröngu færi. Á 89. mínútu tókst Chelsea svo að komast yfir þegar varnarmaðurinn John Terry skoraði. Heimamenn héldu að Terry væri að tryggja þeim stigin þrjú og brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á Stamford Bridge. Leikmenn Chelsea hópuðust í kringum knattspyrnustjórann Carlo Ancelotti. En fögnuðurinn stóð ekki lengi yfir. Þeir bláklæddu voru greinilega búnir að missa einbeitinguna og hinn ungi Ciaran Clark, 21. árs, var einn og óvaldaður í teignum í uppbótartíma og skoraði eftir sendingu frá Marc Albrighton. Bæði lið hefðu svo getað skorað sigurmark á þeim sekúndum sem eftir voru en ekki tókst það og úrslitin jafntefli 3-3.
Enski boltinn Skroll-Íþróttir Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Sjá meira