Sport

Engar klappstýrur í Super Bowl á sunnudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum fer fram í Dallas á sunnudaginn þar sem mætast Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers. Þetta verður sögulegur leikur því engar klappstýrur verða á þessum leik sem hefur ekki gerst áður í 45 ára sögu Super Bowl.

Klappstýrur hafa verið stór hluti af bandarískum liðsíþróttum í gegnum tíðina og að margra mati eru sætu, brosandi stelpurnar í stuttu pilsunum ómissandi hluti í umgjörð leikjanna hvort sem það er á körfuboltaleikjum eða leikjum í ameríska fótboltanum.

Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers eru tvö af sex liðum ameríska fótboltans sem eru ekki með klappstýrur á heimaleikjum sínum. NFL-deildin mælir með því að liðin hafi klappstýrur á leikjum sínum til að lífga upp á stemmninguna en það verða þó engar utanaðkomandi klappstýrur kallaðar til á sunnudaginn.

Packers-liðið hætti með sínar klappstýrur eftir markaðsrannsókn árið 1988 og The Steelerettes, klappstýrulið Pittsburgh Steelers, hafði verið lagt niður árið 1970.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×