Erlent

Flóðin í Queensland í Ástralíu kosta mannslíf

Mikil flóð sem hrjáð hafa íbúa í Queensland í Ástralíu um helgina hafa kostað einn mann lífið og þurft hefur að flytja um 1.000 íbúa á brott frá flóðasvæðinu.

Margar borgir og héruð í Quensland eru einangruð vegna flóðanna og hafa flutningarvélar frá hernum verið notaðar til að varpa niður vistum til þeirra.

Samkvæmt frétt á CNN hafa um 200 þúsund manns orðið fyrir barðinu á þessum flóðum sem koma í kjölfar gífurlegrar úrkomu á þessu svæði við upphaf regntímans þar.

Ástandið er sérstaklega slæmt við borgina Rockhampton en þar er ekki hægt að ferðast um nema í bátum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×