Erlent

Varð milli fyrir misskilning

Óli Tynes skrifar
Bíddu nú við, hvaða hestaveðhlaup er þetta?
Bíddu nú við, hvaða hestaveðhlaup er þetta?

Sænskur maður varð um helgina 200 milljónum íslenskum krónum ríkari fyrir misskilning. Hann hefur um margra ára skeið keypt veðhlaupamiða á laugardögum og ætlaði að halda þeim sið á laugardaginn.

Fyrir einhvern misskilning fékk hann lottó-miða í staðinn. Hann maldaði í móinn og vildi halda sig við veðhlapið. Súlkan sem var við afgreiðslu sagði hinsvegar að menn ættu aldrei að skipta miðum sem þeir væru búnir að fá í hendurnar. Hestaunnandinn lét sér segjast. Og vann 200 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×