Innlent

Vilja sátt um sjávarauðlindina

Sautján stjórnendur bæjar- og sveitarfélaga hvetja til þess að leitað verði sátta um stjórn fiskveiða. Fréttablaðið/stefán
Sautján stjórnendur bæjar- og sveitarfélaga hvetja til þess að leitað verði sátta um stjórn fiskveiða. Fréttablaðið/stefán
Sautján stjórnendur bæjar- og sveitarfélaga lýsa yfir stuðningi við niðurstöðu starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða.

Þeir hvetja stjórnvöld til þess í yfirlýsingu, sem lesa má í heild á Vísi, að nýta það tækifæri til sátta sem felst í niðurstöðu starfshópsins og grundvallast á aflamarkshlutdeild á forsendum samningaleiðar.

Samningaleiðin byggir á því að í stjórnarskrá verði sett ótvírætt ákvæði um eignarhald ríkisins á fiskveiðiauðlindinni, að samið verði um nýtingu aflahlutdeildar í tiltekinn tíma og að greitt verði fyrir nýtingarrétt. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×