Innlent

Verða að endurnýja samninginn

Hallveig er félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Hallveig er félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja mikil vonbrigði að ekki var aukið við fjárframlög Kvikmyndaskóla Íslands. Þeir biðja Svandísi Svavarsdóttur, mennamálaráðherra, lengstra orða að endurskoða þá ákvörðun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Hallveig, félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, sendi frá sér í dag.

Hallveigarmenn segja það mikil vonbrigði að ekki sé hægt að byggja upp menntakerfi þar sem allir geti fundið sér nám við hæfi. Þeir segja það synd ef jafnaðar- og vinstrimenn nota ekki það tækifæri sem þeir nú hafa til að byggja öflugt og fjölbreytt menntakerfi.

„Ríkisstjórnin verður að framlengja samning við Kvikmyndaskólann," segir í lok yfirlýsingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×