Innlent

Minntust fórnarlambanna í Útey með laginu Imagine

200 manns voru viðstaddir tendrun Friðarsúlunnar í Viðey í gærkvöld, á sorgardegi Norðmanna. Jón Gnarr borgarstjóri og fulltrúi sendiráðs Noregs, héldu ræður og að því loknu var einnar mínútu þögn. Viðstaddir lögðu svo rósir við Friðarsúluna til að minnast þeirra sem létust í árásunum í Osló og Útey þann 22. júlí. Lesin var upp sérstök kveðja frá Yoko Ono og Ellen Kristjánsdóttir söng lagið Imagine eins og má heyra í meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×