Innlent

Nýr skóli tók til starfa í Reykjavík

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nýi skólinn verður starfræktur þar sem Öskjuhlíðaskóli var. Mynd/ Róbert
Nýi skólinn verður starfræktur þar sem Öskjuhlíðaskóli var. Mynd/ Róbert
Nýr skóli tók til starfa í Reykjavík í morgun þegar Klettaskóli var settur við hátíðlega athöfn í Perlunni klukkan tíu. Skólinn varð til við sameiningu Öskjuhlíðaskóla og Safamýraskóla, en 94 nemendur með sérþarfir og þroskahömlun munu stunda nám við skólann í vetur. Tíu nýnemar koma í skólann þetta haustið og níu nemendur úr öðrum grunnskólum borgarinnar.

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að skólasetning er í 37 almennum grunnskólum borgarinnar í dag, tveimur sérskólum og fimm einkaskólum. Um 1.400 börn eru að setjast í fyrsta sinn á skólabekk, en alls verða nemendur grunnskólanna um 14 þúsund í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×