Innlent

Makríll getur myndað eitur

Eiturefni myndast við ófullnægjani verkun.
Eiturefni myndast við ófullnægjani verkun. Fréttablaðið/Óskar
Rannsóknir Matvælastofnunar benda til þess að vinnsluaðferðir á makríl hér á landi séu góðar. Það er mikilvægt því ef kæling hráefnis er ekki viðunandi getur myndast eiturefni sem veldur roða í húð, höfuðverk, ógleði og kviðverkjum þegar makríls er neytt.

Makríll inniheldur amínósýruna histidín. Við vöxt ákveðinna örvera brotnar þessi amínósýra niður og getur myndar efnið histamín, sem getur haft fyrrgreind eitrunaráhrif. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×