Erlent

Sneri aftur til Íraks úr útlegð

Muqtada al-Sadr
Muqtada al-Sadr
Muqtada al-Sadr, einn helsti leiðtogi sjíamúslima í Írak, hefur snúið aftur til landsins eftir fjögurra ára sjálfskipaða útlegð í Íran. Hann var leiðtogi Mahdi-hersins, sem barðist ákaft gegn bandaríska hernum í Írak, og nýtur enn mikils fylgis í landinu, meðal annars á þinginu.

Hann kom til landsins á miðvikudag og lét það verða sitt fyrsta verk að heimsækja hina helgu mosku Alis í borginni Najaf, þar sem hann á heimili.

Ekki var ljóst hvort hann ætlaði að staldra stutt við í Írak að þessu sinni eða væri alkominn úr útlegðinni.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×