Erlent

Enn falla fuglar dauðir til jarðar - nú í Svíþjóð

Dæmi um dularfullan dauða fugla er nú komið upp í Svíþjóð. Þar duttu um hundrað krákur niður dauðar í bænum Falköping í gærkvöldi.

Verið er að rannsaka málið en sænsk yfirvöld vita ekki hvort eitthvað samband er á milli þessa fugladauða og tveggja tilfella sem komið hafa upp í Bandaríkjunum frá því um áramótin.

Talið er að nokkur þúsund spörfuglar hafa dáið úr hræðslu vegna flugelda í Arkansas en í öðru dæmi í Lousiana er orsök dauða um 500 fugla óljósari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×