Erlent

Eldri mæður eignast frekar tvíbura

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mary Donaldson á von á tvíburum. Mynd/ afp.
Mary Donaldson á von á tvíburum. Mynd/ afp.
Líkurnar á því að eignast tvíbura aukast eftir því sem móðirin er eldri. Þetta skýrist af því að eftir því sem konur eru nær breytingarskeiðinu þeim mun fleiri egg losna þegar að egglos verður. Afleiðingin er auknar líkur á tvíeggja tvíburum.

En líkurnar á því að eignast tvíeggja tvíbura eru líka háðar erfðum, kynþætti fjölda barna sem móðir hefur þegar alið og hormónastarfsemi móður, samkvæmt því sem fram kemur í umfjöllun Danmarks Radio um málið. Það er kannski ekki að furða að Danir velti fyrir sér tvíburafæðingum, enda eiga óskabörn þjóðarinnar, Friðrik krónprins og Mary Donaldson eiginkona hans, von á tvíburum á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×