Erlent

ElBaradei: Besti dagur lífs míns

Mohamed ElBaradei.
Mohamed ElBaradei. Mynd/AP

„Ekki trúði ég að ég myndi lifa þann dag þegar egypska þjóðinn myndi losna undan áratuga kúgun," sagði Mohamed ElBaradei, handhafi friðarverðlauna Nóbels, eftir að ljóst var að Hosni Mubarak hefði ákveðið að láta af embætti forseta Egyptalands. „Þetta er besti dagur lífs míns," sagði ElBaradei ennfremur. Hann er einn af leiðtogum mótmælenda sem undanfarna 18 daga hafa krafist afsagnar Mubaraks. ElBaradei er fyrrverandi yfirmaður Alþjóðakjarnorkueftirlitsins.

Það var Omar Suleiman, varaforseti Egyptalands, sem tilkynnti um afsögn forsetans fyrr í dag. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í framhaldinu víðsvegar um landið.

Mubarak er 82 ára og hefur gegnt embætti forseta í um 30 ár.

ElBaradei sagði næst verkefni egypsku þjóðarinnar væri að vinna með hernum og undirbúa lýðræðislegar kosningar.






Tengdar fréttir

Bretar vilja breytingar

„Það er ekki okkar að ákveða hver leiðir Egyptaland heldur egypsku þjóðarinnar,“ segir William Hague, utanríkisráðherra Breta. Hann telur þó brýnt að Egyptar ráðist í umfangsmiklar breytingar. Þær þurfi að ná fram með friðsamlegum og lýðræðislegum hætti. Þetta kom fram í máli ráðherrans eftir að ljóst var að Hosni Mubarak mun sitja áfram sem forseti Egyptalands, en fjölmargir bjuggust við því að hann myndi segja af sér í kvöld.

Mubarak flúinn með fjölskylduna

Óstaðfestar fréttir herma að Hosni Mubarak forseti Egyptalands og fjölskylda hans hafi yfirgefið höfuðborgina Kairó. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur lýsti því yfir í dag, fyrstur vestrænna leiðtoga, að forsetinn ætti að segja af sér nú þegar.

Hosni Mubarak situr sem fastast

Hosni Mubarak Egyptalandsforseti ætlar að sitja á forsetastóli fram að forsetakosning­unum í september. Þetta staðfesti hann í ávarpi til þjóðar sinnar í gærkvöldi. Gekk yfirlýsing hans þvert á staðhæfingar fjölmiðla um að hann ætlaði að stíga niður.

Mubarak hættir

Hosni Mubarak hefur ákveðið að láta af embætti forseta Egyptalands, að því er fram kemur á CNN. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þegar hann tilkynnti ákvörðun sína.

Kaíró: Herinn styður valdaframsal Mubaraks

Egypski herinn hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann styðji þá ákvörðun Mubaraks forseta að sitja áfram en framselja völd sín til Suleimans varaforseta. Búist er við milljónum mótmælenda í Kairó síðar í dag en allt er á suðupunkti í landinu eftir að Hosni Mubarak forseti tilkynnti í sjónvarpsræðu að hann ætlaði ekki að segja af sér fyrr en kosið verður í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×