Skammdegið reynist köttunum erfitt 30. nóvember 2011 13:00 Húskötturinn í Kattholti er alltaf með endurskinsmerki. Fréttablaðið/Vilhelm Það sem af er nóvembermánuði hefur Kattholt fengið óvenjumarga ketti til sín sem fundist hafa dauðir og keyrt hefur verið á. Nú hafa tólf kettir, sem ekki hefur verið hægt að rekja til eigenda sinna, fundist dauðir, en á vef Kattholts er greint frá slíkum atvikum. Til samanburðar má nefna að í október voru slík tilvik aðeins fjögur talsins. „Þetta eru þau tilvik þar sem við finnum ekki eigendur þannig að talan er í raun hærri, þetta er bara brot af þeim,“ segir Elín G. Folha, starfskona Kattholts. „Þetta er svartasta skammdegið og fólk þarf að setja endurskin á kisurnar sínar. Við erum með húskött hér, hann Bjart, og hann fer aldrei út eftir að það fer að dimma nema með endurskinsól sem er sett undir hálsinn og svo undir magann.“ „Þetta er allt of mikið og slysin verða mikið í minni hverfum þar sem hámarkshraði er þrjátíu. Skyggni hefur verið slæmt síðustu vikur og kettir eru snöggir að skjótast fyrir bíla þannig að þetta er ekki bara bílstjórunum að kenna en ég grátbið fólk að virða hámarkshraða í þessum hverfum, kettirnir eru ekkert að þvælast hjá hraðbrautunum, þeir hafa vit á því. En svo er bara að leyfa köttunum helst ekkert að fara út eftir að tekur að skyggja. Ég leyfi mínum ketti ekki að fara út eftir myrkur,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands. Anna Kristine segir mikilvægt að bílstjórar sem lendi í því að keyra á ketti hringi á lögregluna til að láta vita. Kannski sé kötturinn jafnvel ekki dáinn og þar geti hver mínúta skipt máli. Ómar F. Dabney, rekstrarfulltrúi hjá meindýravörnum Reykjavíkurborgar, telur að árlega drepist á bilinu 70-100 kettir í umferðinni. juliam@frettabladid.is Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
Það sem af er nóvembermánuði hefur Kattholt fengið óvenjumarga ketti til sín sem fundist hafa dauðir og keyrt hefur verið á. Nú hafa tólf kettir, sem ekki hefur verið hægt að rekja til eigenda sinna, fundist dauðir, en á vef Kattholts er greint frá slíkum atvikum. Til samanburðar má nefna að í október voru slík tilvik aðeins fjögur talsins. „Þetta eru þau tilvik þar sem við finnum ekki eigendur þannig að talan er í raun hærri, þetta er bara brot af þeim,“ segir Elín G. Folha, starfskona Kattholts. „Þetta er svartasta skammdegið og fólk þarf að setja endurskin á kisurnar sínar. Við erum með húskött hér, hann Bjart, og hann fer aldrei út eftir að það fer að dimma nema með endurskinsól sem er sett undir hálsinn og svo undir magann.“ „Þetta er allt of mikið og slysin verða mikið í minni hverfum þar sem hámarkshraði er þrjátíu. Skyggni hefur verið slæmt síðustu vikur og kettir eru snöggir að skjótast fyrir bíla þannig að þetta er ekki bara bílstjórunum að kenna en ég grátbið fólk að virða hámarkshraða í þessum hverfum, kettirnir eru ekkert að þvælast hjá hraðbrautunum, þeir hafa vit á því. En svo er bara að leyfa köttunum helst ekkert að fara út eftir að tekur að skyggja. Ég leyfi mínum ketti ekki að fara út eftir myrkur,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands. Anna Kristine segir mikilvægt að bílstjórar sem lendi í því að keyra á ketti hringi á lögregluna til að láta vita. Kannski sé kötturinn jafnvel ekki dáinn og þar geti hver mínúta skipt máli. Ómar F. Dabney, rekstrarfulltrúi hjá meindýravörnum Reykjavíkurborgar, telur að árlega drepist á bilinu 70-100 kettir í umferðinni. juliam@frettabladid.is
Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira