Skammdegið reynist köttunum erfitt 30. nóvember 2011 13:00 Húskötturinn í Kattholti er alltaf með endurskinsmerki. Fréttablaðið/Vilhelm Það sem af er nóvembermánuði hefur Kattholt fengið óvenjumarga ketti til sín sem fundist hafa dauðir og keyrt hefur verið á. Nú hafa tólf kettir, sem ekki hefur verið hægt að rekja til eigenda sinna, fundist dauðir, en á vef Kattholts er greint frá slíkum atvikum. Til samanburðar má nefna að í október voru slík tilvik aðeins fjögur talsins. „Þetta eru þau tilvik þar sem við finnum ekki eigendur þannig að talan er í raun hærri, þetta er bara brot af þeim,“ segir Elín G. Folha, starfskona Kattholts. „Þetta er svartasta skammdegið og fólk þarf að setja endurskin á kisurnar sínar. Við erum með húskött hér, hann Bjart, og hann fer aldrei út eftir að það fer að dimma nema með endurskinsól sem er sett undir hálsinn og svo undir magann.“ „Þetta er allt of mikið og slysin verða mikið í minni hverfum þar sem hámarkshraði er þrjátíu. Skyggni hefur verið slæmt síðustu vikur og kettir eru snöggir að skjótast fyrir bíla þannig að þetta er ekki bara bílstjórunum að kenna en ég grátbið fólk að virða hámarkshraða í þessum hverfum, kettirnir eru ekkert að þvælast hjá hraðbrautunum, þeir hafa vit á því. En svo er bara að leyfa köttunum helst ekkert að fara út eftir að tekur að skyggja. Ég leyfi mínum ketti ekki að fara út eftir myrkur,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands. Anna Kristine segir mikilvægt að bílstjórar sem lendi í því að keyra á ketti hringi á lögregluna til að láta vita. Kannski sé kötturinn jafnvel ekki dáinn og þar geti hver mínúta skipt máli. Ómar F. Dabney, rekstrarfulltrúi hjá meindýravörnum Reykjavíkurborgar, telur að árlega drepist á bilinu 70-100 kettir í umferðinni. juliam@frettabladid.is Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira
Það sem af er nóvembermánuði hefur Kattholt fengið óvenjumarga ketti til sín sem fundist hafa dauðir og keyrt hefur verið á. Nú hafa tólf kettir, sem ekki hefur verið hægt að rekja til eigenda sinna, fundist dauðir, en á vef Kattholts er greint frá slíkum atvikum. Til samanburðar má nefna að í október voru slík tilvik aðeins fjögur talsins. „Þetta eru þau tilvik þar sem við finnum ekki eigendur þannig að talan er í raun hærri, þetta er bara brot af þeim,“ segir Elín G. Folha, starfskona Kattholts. „Þetta er svartasta skammdegið og fólk þarf að setja endurskin á kisurnar sínar. Við erum með húskött hér, hann Bjart, og hann fer aldrei út eftir að það fer að dimma nema með endurskinsól sem er sett undir hálsinn og svo undir magann.“ „Þetta er allt of mikið og slysin verða mikið í minni hverfum þar sem hámarkshraði er þrjátíu. Skyggni hefur verið slæmt síðustu vikur og kettir eru snöggir að skjótast fyrir bíla þannig að þetta er ekki bara bílstjórunum að kenna en ég grátbið fólk að virða hámarkshraða í þessum hverfum, kettirnir eru ekkert að þvælast hjá hraðbrautunum, þeir hafa vit á því. En svo er bara að leyfa köttunum helst ekkert að fara út eftir að tekur að skyggja. Ég leyfi mínum ketti ekki að fara út eftir myrkur,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands. Anna Kristine segir mikilvægt að bílstjórar sem lendi í því að keyra á ketti hringi á lögregluna til að láta vita. Kannski sé kötturinn jafnvel ekki dáinn og þar geti hver mínúta skipt máli. Ómar F. Dabney, rekstrarfulltrúi hjá meindýravörnum Reykjavíkurborgar, telur að árlega drepist á bilinu 70-100 kettir í umferðinni. juliam@frettabladid.is
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Sjá meira